Hej, jag heter Adda og er sjusköterskastudent fran Island...

Þetta hef ég þurft að segja nokkur hundruð sinnum síðastliðnar tvær vikur; og bara orðin nokkuð klár í því! Og svo segja sjúklingarnir: "Jaha! Va´bra! Det er jette kul; fran Island, Jaha!" Nákvæmlega sirka svona.

Það hefur undantekningarlaust vakið jákvæð viðbrögð að ég skuli vera frá Íslandi, og allar áhyggjurnar sem ég hafði áður en ég fór yfir því að sjúklingarnir myndu örugglega ekki vilja fá einhvern íslenskan hjúkrunarnema til að annast sig, voru algjörlega óþarfar. Það hefur eiginlega frekar haft þau áhrif að sú staðreynd að ég sé frá Íslandi, hefur orðið upphafið að samskiptunum sem, eins og allir vita, eru afar, afar, afar, afar mikilvæg í hjúkrun.

Og hér hef ég lært SVO mikið og margt gott um samskipti hjúkrunarfræðinga við samstarfsfólk sitt og sjúklinga. Það, ásamt óendanlega mörgu öðru tek ég með mér til Íslands og miðla af reynslunni, í orði og verki.

Svo má ekki gleyma að ég orðin afar sleip í að tala sænsku; við erum að tala um að það er undantekning ef ég þarf að bjarga mér á ensku. Enda er það alls ekki alltaf hægt, þar sem stærsti hluti sjúklinganna á deildinni kann bara hreinlega ekki ensku. Og þá er ekki um annað að ræða en að tala sænsku.

Það er að sjálfsögðu vegna þess að samskiptin skipta svo agalega miklu máli í starfinu: að geta skilið það sem sjúklingarnir segja með orðum og hvernig þeir tjá sig án orða.

En ég verð að koma einu hérna að: þegar 10. starfsmaður deildarinnar sagði við mig í dag: "Heyrðu, já, þú kemur frá Íslandi! Ég sá einmitt einu sinni bíómynd á íslensku: Hrafninn flýgur!" Nei, men Herre Gud! Við erum að tala um að það eina sem Svíum dettur í hug þegar þeir heyra minnst á Ísland (þ.e. öllum öðrum Svíum en sérfræðilæknum sem dettur bara í hug Tónlistarhús) er bíómyndin Hrafninn flýgur.

Og vitið þið af hverju? Þau horfa á hana í skólanum! Það er skylda hjá skólabörnum að horfa á Hrafninn flýgur! Hvaða díl gerði H. Gunnlaugsson eiginlega!?

Þó kom einn aðstoðarlæknirinn mér afar skemmtilega á óvart í gær, hann Gustaf, því hann hafði einmitt verið að horfa á íslenska mynd um helgina: Með allt á hreinu,  og fannst hún alveg agalega skrýtin!

Í dag hljóp ég enn nýja leið í víðavangshlaupi dagsins, og mikið sem þessi borg er falleg. Allt fullt af grænum svæðum. Ég hljóp eftir Holberg strand áðan (beint á móti Karlbergsslott), aðeins farið að rökkva og ég taldi 44 sem ég mætti á leiðinni sem voru líka í víðavangshlaupi eins og ég. Ég efast stórlega um að það þurfi að loka leikskólum hér vegna mengunar...

Allir sem eiga eftir að heimsækja Stokkhólm rétti upp hönd ... og fari þangað.

Ykkar,

Adda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er sem ég segi - þú verður flutt þarna út áður en við vitum af! Enda fjölskyldumeðlimir þekktir fyrir að "fíla" Svíþjóð... Mér sýnist að þú sért búin að draga eiginmanninn með þér í hlaupin og eitthvað gengur það hægt að komast út hér á landi þannig að hann bara verður að fara með þér í víðavangshlaup í Svíþjóð!

kv. sonja

sonja dröfn (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:56

2 identicon

Hæ Adda, takk fyrir að leyfa okkur sem eru ekki á fésbókarmiðlinum að skoða myndir hjá þér. Hlakka alltaf til næstu færslu hjá þér, þú segir svo skemmtilega og innilega frá.  Þú ert frábær

p.s. knúsa Örnu og Birtu reglulega í skólanum

Kv.Bína

Bína (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:14

3 identicon

Sæl og blessuð Adda mín, það er naumast að þú ert dugleg að hlaupa  Ég held að sumir... humm nefni ekkert nafn.. ættu að taka þig til fyrirmyndar. Gaman að fylgjast með þér skvís. Áfram Adda Áfram!!!

kv. Gurrý

Gurrý (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:32

4 identicon

Mér sýnist á öllu að ef að maður ætlar að slá í gegn þarna Svíaríki þá er bara um að gera slá um sig með frösum úr Hrafninn flýgur t.d. ,,Þetta er þungur hnífur. Já, þessi hnífur á að vera þungur" osfrv.  Byrja á því í flugvélinni að æfa mig áður en að ég lendi.

Nú ef maður vill vera með tilvísun í Með allt á hreinu þá gæti maður svo sem spígsporað þarna á Gamla Stan í humarbúninginum hennar Dóru Einar. Hvað skyldu sænskir segja þá?

 Kv.

Þinn

Heiðar Ingi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:38

5 identicon

Jæja þá eru stelpurnar farnar á árshátíðina í sínu fínasta, með uppsett hár, maskara og gloss.  Þær voru ÆÐISLEGAR:-) Við eignumst kannski tengdasyni í kvöld, haha.

Kv.Bína

Bína (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 17:46

6 identicon

Frábært, Bína mín!

Takk fyrir hjálpina! Ég get ekki beðið eftir að sjá myndir af þeim...og tengdasonunum!

Kv. Adda

Adda (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:03

7 identicon

dísúúússs stelpur þær eru bara 12 ennþá haaaaaaaaaaaaa,mamamamarr á bara ekki eitt einasta orð og og þetta er komið á netið!!! . Maskara og gloss??? ég var ennþá að drullumalla 12 ára. Vona að þið séuð bara að djóka!!

nei djók

Seginúbarasvona

Gurrý (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband