Betlehemskyrkan

Kæru vinir!

Þeir segja að vorið sé komið í Stokkhólmi, í það minnsta var ljómandi vor í lofti í dag.

Ég fór að borga húsaleiguna í dag. Skrifstofan sem sér um þau mál er staðsett í Karolinska Institutet Campus Solna, sem er frekar stutt frá mér, allavega það stutt að enginn lest eða bus fer beint héðan og þangað. En það tók mig eina og hálfa klst að fara þessa leið, fram og tilbaka.

KI Solna er svipað og KI Huddinge; spítali, allskonar rannsóknarstofur, háskóli, íbúðir og margt fleira. Það var dáldið gaman að koma þarna því þetta svæði gæti rétt eins verið lítið þorp á Íslandi. Eini munurinn er að í KI Solna snýst allt um spítalann, en ef þorpið væri á Íslandi snérist allt um fiskinn sem væri dreginn að landi.

Þetta var hinn mikli útréttingadagur því í dag fór ég líka að kaupa sænsku skólabókina sem ég þarf að nota á sænskunámskeiðinu sem byrjar á mánudaginn. Eins og ég minntist á í síðustu færslu eru Svíar afar regluföst þjóð. Að kaupa þessa skólabók er gott dæmi um það:

  -  þessi bók er aðeins til í einni bókabúð í Stokkhólmi.

  -  þessi bókabúð er pínku-ponku lítil og þar eru aðeins seldar kennslubækur í sænsku ásamt orðabókum og fleiru sem nauðsynlegt er til að læra sænsku.

  -  ég þurfti að skipta einu sinni um lest til að komast í bókabúðina og ganga í hálftíma þar til að ég kom að bókabúðinni.

  -  eins og venjulega fékk ég alveg dásamlega þjónustu.

Þannig að nú er ég komin með Svenska utifran og líður eins og þegar ég var að byrja að læra dönsku í 5.bekk. 

Annars var ég að koma heim eftir að hafa skellt mér á agalega skemmtilega gospeltónleika í Betlehemskyrkan. Þar sungu tveir gospelkórar: Gospel Nation með örugglega frænku hennar Carolu sem kórstjórnanda, og svo Slim´s Gospeltrain með hann Slim sem kórstjóra, sem er gamall, ógurlega mjór og langur.

Þau sungu svona jazz-skotið gospel sem var mjög skemmtilegt og ég hef aldrei heyrt Swing low, sweet chariot sungið eins vel.

Ég gæti sem best trúað að við Heiðar séum bæði dáldið sænskættuð:

Svíar tala frekar mikið ( = Heiðar),

og hlusta á meðan aðrir tala ( = ég).

Eftir að hafa kannað aðeins markaðinn hérna hef ég komist að því að við gætum fengið villu ( = einbýlishús) fyrir raðhúsið okkar góða á Laugalæknum...

Svo má náttúrlega ekki gleyma því að það fóru pakkar í póst í dag!

Hafið það sem dásamlegast!

Ykkar,

Adda

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl mín kæra!

 Já, það er augljóst að þú finnur ykkur stað þarna - bæði í hegðun og einnig í húsnæðismálum :-)

 Skemmtilegt að lesa - væri gaman að fá að heyra hvernig Mannen som hatar kvinnor verður annað kvöld! Hvort ég ætti að gefa mér tíma til að horfa á hana.

kv. Sonja

p.s. lestrarhesturinn, dóttir mín, les hérna yfir öxlina á mér ;-) 

sonja dröfn (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Svíar tala frekar mikið ( = Heiðar),

og hlusta á meðan aðrir tala ( = ég).

HA HA HA HA

sakna þín 

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 20.3.2009 kl. 23:47

3 identicon

Knús á þig

kv, Gurrý

Gurrý (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 00:12

4 identicon

Þú gleymdir nú alveg að minnast að það hvað það fer mér sérdeilis vel að bíða í biðröðum og troðast ekki framfyrir í rullutrapper á lestarstöðvum. 

Ef að þú reddar mér söngvara, gítarleikara og trommara í hina sænsku Trúboða, þá er okkur ekkert að vanbúnaði að flytja. Hlýt að geta fengið vinnu við að afgreiða í þessari einu bókabúð sem selur bara bækur eftir ljóshærða Svía sem eru örfhentir og heita Sven....

Kv.

Þinn

Heiðar Ingi (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 10:02

5 identicon

Mín kæra Adda þetta er alveg gaman að fylgjast með þér - en þinn heittelskaði verður að átta sig á því að ekki gengur í svíaríki að heita Trúboðar heldur "missionärer" - og svo má velta fyrir sér hvert sænska nafnið verður - huxa að Adda gangi en spurning með Heiðar? getur verið Hedwig - í þýskum anda, Henning í skandínavískum stíl eða jafnvel Heidolfus och Missionärerne

Hugsum til þín af eyrinni

Gwendr mágur

Guðmundur Egill Erlendsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 17:17

6 identicon

Takk Gummi, þetta er komið: Heidolufs och Missionarerne. Slegið. Svo mundi ég náttúrulega eftir Hreini Stephensen, Autfirðingi, sem býr þarna í Hólminum. Hann bæði spilar á gítar og getur sungið. Reikna svo ekki með að erfitt verði að fá Magga til að flytja út aftur. Þetta er því bara stönginn inn og rétt að þú, Adda, farir að kynna þér fasteignaverð og framboð betur.

Heiðar Ingi (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband