Og þar kom að því.

Þar sem ég er stödd í Svíþjóð hef ég ákveðið að skrifa nokkur blogg til að deila með ykkur hugrenningum mínum.

Herbergið mitt er mjög fínt, snyrtilegt og með sér wc og sturtu. Það er reyndar ekki jafnsnyrtilegt í sameiginlega eldhúsinu, þannig að ég nota það bara ekkert. Svo er kjörbúð (coop) hérna rétt hjá, og lestarstöðin (Vastra Skogen) er líka rétt hjá þannig að staðsetningin er sérdeilis fín.

Fyrsti dagurinn í verknámi á Karolinska Huddinge var í dag, og gekk mjög vel! Ég er að vinna á Gynokologi; deild þar sem konur koma í legnám, fóstureyðingu, ef það verður fósturlát, ef konur eru með krabbamein o.þ.h. Þetta er kannski ekki auðveldasti sjúklingahópurinn, en því meira sem ég mun læra.

KI sendir mig á sænskunámskeið sem ég byrja á í næstu viku, sem er bara frábært!

Það tekur mig tæplega klst að komast í vinnuna: fyrst með metroinum og svo með "pendeltag" eða ofanjarðarhraðlest. Þannig að þegar ég er á morgunvakt þarf ég að leggja af stað að heiman kl. 05:50, því vaktin byrjar klukkan sjö! Takk fyrir pent! Það verður nú samt örugglega ekkert mál.

Ég er líka búin að finna mitt "Kaffitár" í Stokkhólmi sem er staðsett á centralstation þannig að ég fæ mitt latté!

HM er líka hér á sínum stað, og þar sem ég er Íslendingur var ég ekki lengi að þefa það uppi! Á laugardaginn keypti ég mér einmitt hlýja peysu þar á útsölu (greinilega Íslendingur í útlöndum árið 2009 - það hefðu nú ekki verið neinar útsöluvörur 2007!)

Þannig að þetta fer vel af stað.

Ykkar,

Adda.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, skítastuðullin í eldhúsinu er ekki þér að skapi. Kemur á óvart...... Vona bara að eldhúsið hérna verði ekki með sama sniði þegar þú kemur heim.

Heiðar Ingi (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 23:01

2 identicon

Já - flott hjá þér að setja svona upp :-) Heiðar minn, nú verðurðu bara að passa að halda öllu góðu þarna. Annars áttu ansi góða tengdamóður sem hefur gott auga fyrir svona hlutum :-)

sonja dröfn (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:11

3 identicon

Já, hún Arna er nú aldeilis haukur í horni. En ætli hún verði nú ekki þjónýtt á annan hátt en að þrífa. Dæturnar, Unnur og Sóley koma nú annars mjög sterkar inn þar. Sóley þvær alveg margar vélar á dag og svo eru sameiginleg þrif á miðvikudögum.

Heiðar Ingi (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:11

4 identicon

Frábært hjá þér að setja upp svona blogg svo maður geti nú fylgst með þér og ennþá betra að HM sé fundið:)

Gangi þér vel elskan,við hugsum til þín alla daga

Heiðdís Björnsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 19:55

5 identicon

Nú verður maður fastagestur á þessu bloggi og fylgist spenntur með ævintýrum þínum í Svíaríki. Gangi þér sem allra best .

Kær kveðja frá okkur í Drápuhlíðinni.

Birna Klara Björnsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:55

6 identicon

Gaman að fylgjast með þessu, ég sá að þú varst að fara á Karoloinska Huddinge, við bjuggum í 6 vikur á Röntgenvegi, það eru sem sagt 3 risablokkir þarna fyrir framan spítalann. Við bjuggum í miðjublokkinni og það var ekkert skemmtilegt, fengum svo mjög fína íbúð í Alvik...

magnús (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband