5.4.2009 | 20:38
EspressoHouse
Hvað gerir maður ekki fyrir kaffibolla? Ég bara spyr. Ég fór allavega með Metrónum alla leið niður í bæ í dag, keypti mér tvo létta latté á EspressoHouse og heim aftur. Og hef sjaldan fengið jafngóða latté, takk fyrir pent.
Sérstaklega þar sem ég horfði á tvo þætti af hinum snilldargóðu Trial and Retribution í gegnum svt.se á meðan. Góðir Svíarnir, að hafa þetta svona á netinu! Hérna heita þættirnir reyndar Brottet och Straffet.
Verknáminu mínu á K 67 á Karolinska Universitetssjukhus í Huddinge lauk formlega í gærkvöldi. Mikið sem ég á eftir að sakna þessa góða fólks; starfsfólksins og allra sjúklinganna sem ég var svo heppin að fá að annast og kynnast. En það er meðal annars það góða við þessa reynslu: ég hef kynnst góðu fólki sem ég mun halda sambandi við áfram.
Það er svoooooo ótal margt sem ég er með í reynslubankanum núna sem á eftir að nýtast mér um ókomin ár í lífi og starfi. Mér finnst ég afar, afar, afar heppin að hafa fengið þetta tækifæri og hef svo sannarlega reynt að gera sem allra mest úr því.
Til að halda uppá verknámslokin fór ég á fínan veitingastað eftir vinnu í gærkvöldi og fékk mér eitt hvítvínsglas - já, bara eitt því það er ekki skynsamlegt að vera:
a. Kona
b. Ein á ferð
c. Eftir klukkan 22 á laugardagskvöldi í miðborg Stokkhólms.
Nei, þá er betra að vera með allar heilasellur í lagi!
Nú tekur við massíf verkefnavinna: eitt á ensku og eitt á íslensku og einn fyrirlestur á ensku og á milli þess sem ég lít uppúr tölvunni hef ég ýmislegt planað sem kemur í ljós síðar...
Farið vel með ykkur og ykkar, elskurnar.
Ykkar,
Adda
Athugasemdir
Gef oss ì dag vorn daglegan Latte. Það hefur nú verið með ráðum gert að ferðast alla þessa leið til að ná í hið daglega. Þeir hafa þá verið passlega kældir þegar þú varst komin heim. Erum búin að eiga frábæra helgi í Forlagsbústaðnum í Úthlíð. Vorum að horfa á Charlie and The Choccolate Factory. Rosa stuð. Söknum þín en erum um leið ánægð með þig og stolt af því hvað þetta gengur vel hjá þér. Kær kveðjar. Heiðar Ingi and The Girls
Heiðar Ingi (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 23:36
ha? er þetta búið - þú ert nýfarin ... en ég hlakka til að fá þig heim og fá þig í kaffi - ég næ ennþá að troða Kötlu Sóley í fílasamfelluna, en það er svona rétt á mörkunum, eins og hún var stór á hana :)
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 6.4.2009 kl. 10:32
Bíddu við - er ég að misskilja eitthvað??? Er komnar fimm vikur, nei, nei. Ekki alveg... Hvað er þá framundan???
sonja dröfn (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.