Carl Larsson

Ég heyri á ykkur, kæru vinir, að veðrið er ekki að leika við Ísland þessa dagana. Það er sama sagan hér og er talað um að sjaldan hafi vorið verið svona seint á ferðinni í Stokkhólmi. Það er sem sé enn snjór og ískalt; sérstaklega á nóttunni. Vötnin eru öll ísilögð þegar ég er á leiðinni í vinnuna á morgnana.

En í morgun reif ég mig á fætur eldsnemma...eða það hélt ég allavega þangað til að ég uppgötvaði klukkan 14 í dag að það gæti nú bara ekki verið að allar klukkur Stokkhólms væru vitlausar nema mín! Það var sem sagt skipt úr vetrartíma í sumartíma sl. nótt, en að sjálfsögðu hafði einangraði hjúkrunarneminn frá Íslandi ekki hugmynd um það! Þannig að núna er klukkan hér tveimur klukkutímum á undan tímanum á Íslandi.

Ég fór sem sagt "eldsnemma" á sýningu á verkum Carls Larssons í sýningarsal hallar Prins Eugens í Waldermarsudde úti á Djurgarden. Carl Larsson var uppi 1853-1919 og er einn þekktasti listamaður Svía. Stundum er talað um hann sem tákn sænsku þjóðarinnar. Hann er þekktastur fyrir myndirnar sínar af fjölskyldunni sinni; börnunum 8, eiginkonunni Karin og sjálfsmyndum, aðallega vatnslitamyndir. Það er óhætt að segja að ég hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Myndirnar hans eru alveg yndislegar. Sérstaklega var ein mynd, "Bruden" (1883), sem hann málaði af Karin á brúðkaupsdaginn sem snerti mig. Sú mynd var til sýnis í fyrsta skipti í 70 ár og sýnir Karin á hvítum brúðarkjól í gróðursælu umhverfi. Mjög falleg.

Það var líka alveg ógurlega gaman að koma í þessa höll. Ef þið ímyndið ykkur dansleiki á 18. öld, svipað og í bókum/myndum Jane Austin, þá gætu þeir hafa verið haldnir hér. Hátt til lofts, stórir og miklir stigar, tvöföld hurð út í vel hirtan garð og allir gömlu munirnir á sínum stað. Rétt eins og allir hafi bara skroppið út á fasanaveiðar...

Þetta er bara ævintýri. Eins og lífið er ævintýri fullt af tækifærum sem bíða okkar!

Ykkar, 

Adda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En frábært! Ég var einmitt að velta fyrir mér í nótt hvort það væri núna sem klukkan breyttist.. svo var það bara þannig

Það er alveg dásamlegt að fara á safn og verða fyrir svona hughrifum, njóttu mín kæra

Þórdís Ósk (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:34

2 identicon

Já, það er augljóst að þú nýtir tíman vel þarna úti! Er það ekki þarna sem Lysebjerg er? Er ekki spurning að skella sér í risarússíbana....

kv. Sonja

sonja dröfn (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:59

3 identicon

Kvitt kvitt

Kv.Bína

Bína (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:47

4 identicon

Það liggur nú alveg ljóst fyrir að ég fer ekki með þig á Tate Modern í næstu Lundúnarferð. Framvegis verður það bara gamla Tate safnið sem við heimsækjum og skoðum þar klassíkina.

En þetta er náttúrulega lögreglumál með tímaþjófnaðinn. Var það ekki Steinunn Sigurðar sem skrifaði bók um svipað mál, Tímaþjófurinn!

En þér til upplyptingar varðandi veðrið þá fór ég út að skokka í morgun í þvílíku roki og brunagaddi. Ég varða að stytta mér leið til að komast óhultur í hús og þannig að Björgunarsveitin Ársæll þyrfti ekki að hefja leit að mér í Laugardalnum.   

Kv.

Þinn 

Heiðar Ingi (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:38

5 identicon

Knús á þig mín kæra vinkona.

Gurrý

Gurrý (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband