21.3.2009 | 20:08
Michael Nyquist og CiRCUS
Kæru vinir!
Takk fyrir allar góðu kveðjurnar. Þær ylja svo sannarlega hjartaræturnar!
Ég hugsa að úr því það eina sem Heiðar minn setur sem skilyrði fyrir að búa í Svíþjóð sé að sænskir Trúboðar geti orðið að veruleika, og þá er best að fara að leita að villu í nágrenni Stokkhólms!
Dagurinn í dag var sá hlýjasti í Stokkhólmi síðan ég kom. Svo hlýr að ég hljóp um strendur Solna á stuttermabol í morgun og hlustaði á SigurRós. Dásamlegt.
Ég skellti mér svo á listasýningu hjá vini hans Heiðars í ID:I gallerí sem er staðsett í Södermalm. Listamaðurinn heitir Hreinn J. Stephensen og sýningin hans kallast CiRCUS. Hann er með mjög skemmtileg verk, notar allskyns efni og aðferðir: vatn, lasergeisla, ljós, vax, mdf, þrykk og fleira. Kíkið endilega á heimasíðuna hans www.hreinn.se. Það var agalega gaman að hitta hann og vin hans sem heitir Árni og er sonur Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns. Sá hefur búið lengi hér og talar litla sem enga íslensku. Árni þessi rekur galleríið ásamt fleirum.
Eftir listasýninguna var svo komið að því að fara í bíó.
Ég segi bara þetta: ef þið ætlið að sjá eina bíómynd á þessu ári þá skuluð þið sjá Man som hatar kvinnor. Þessi mynd er algjör snilld. Þokkalega hrottaleg samt, og ekki bönnuð innan 15 ára að ástæðulausu. Hún er sirka 2 og 1/2 klst að lengd, en ekki langdregin í eina mínútu. Ég er líka ótrúlega ánægð með að Svíar eru ekkert vesenast með að hafa hlé í bíó. Svo eru Svíar greinilega afar ánægðir með myndina "sína" og klöppuðu þegar myndin var búin!
Aðalleikari myndarinnar, Michael Nyquist lék líka í annarri frábærri mynd sem heitir Så som i himmelen. Sem er líka must-see.
Nú er svo komið að því að læra.
Verið hlý við hvert annað!
Ykkar,
Adda
Athugasemdir
Þú situr ekkí auðum höndum les ég kella mín. Ég held að við Tantrasystur sem erum hér á fróni ættum að heimsækja þið áður en þú kemur heim, nota þetta sem við eigum, jú,nó er ekki eitthvað ódýrt gistiheimili í nágrenni við þig og áttu ekki fríhelgi einhverntíman. Stelpur þið hinar hvernig líst ykkur á??? er ég fullbjartsýn??
hafðu það áfram gott Adda mín
bestu kv, Gurrý
Gurrý (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 21:52
Góð hugmynd hjá þér, Gurrý. Bara að drífa ykkur út....
Adda mín. Gaman að þú skulir hafa hitt Hrein. Sjálfur hef ég ekki séð hann í amk 11 eða 12 ár. Hlakka til að hitta hann þegar ég kem. Það væri nú ekki vandamálið að fá hann með sér í band. Hann var nú m.a. í síðustu útgáfunni af Risaeðlunni áður en hún steingerðist.
Já, ég verð víst að viðurkenna að þrátt fyrir að Bjartur gefi Stig Larson út þá er þessi þríleikur sem að hanni skildi eftir sig, algjörg snilld. Hlakka til að sjá myndina.
Sjálfur var ég að koma úr bíó af Watchman og átti svo gott samtal við Mána okkar á eftir þar sem við krufum hana frekar til mergjar. Ein af bestu myndum kvimyndasögunnar, hvorki meira né minna. Og er ég nú ekki mjög ýkinn maður.
Kær kveðja,
Þinn
Heiðar Ingi (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 23:47
Góð hugmynd Gurrý, látum okkur dreyma:-) Frábært hvað þú ert að njóta þín í botn Adda mín og allt gengur vel.
Kv.Bína
Bína (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.