Góðir farþegar, velkomnir heim.

Kæru vinir.

Þessi setning hefur aldrei haft neina merkingu í mínum huga fyrr en ég lenti á Keflavíkurflugvelli eftir tæplega þriggja klst flug frá Stokkhólmi. Allavega fannst mér orðunum vera beint sérstaklega til mín.

Kannski hef ég orðið svona egósentrísk í Svíþjóð?

En flugið var fínt og móttökurnar enn betri. Stelpurnar mínar fjórar og Mamma tóku á móti mér á flugvellinum sem var engu líkt. Það er óhætt að segja að þær hafi verið, vægast sagt, ánægðar með að endurheimta mömmuna sína. Heima biðu svo ólýsanlegar og engu líkar pönnsur frá ömmu minni. Bara yndislegt. Unnur og Sóley hafa stækkað svo mikið á þessum vikum og ekki langt í að þær vaxi móður sinni yfir höfuð. Birta hefur líka stækkað mikið en það er samt eitthvað lengra í að hún vaxi móður sinni yfir höfuð.

Ég eldaði svo togaraskammt af kjötbullar och potatis í kvöldmatinn og Arna Dís æfði sig í allt gærkvöld að segja "kjötbullar och potatis" með sænskum hreim, og sagði svo öllum í skólanum að hún hefði fengið "kjötbullar och potatis" þegar mamma kom heim ... og sumarkjól og bangsa sem hún kallar Hjarta.

Já, ég er sko heppin kona.

Og rík.

Og þakklát.

Það er ekki sjálfsagt að fá tækifæri til að kynnast nýju landi, nýrri borg, nýju fólki, nýju vinnuumhverfi, nýjum skóla, nýjum kennurum og það þarf að vanda sig við að fá jákvæða útkomu eftir svona reynslu. En ekkert gerist af sjálfu sér, og ég trúi því að sumir hlutir eigi að eiga sér stað.   

Ykkar,

Adda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Adda mín,

það er rooooooosa gott að vera búin að fá þig heim.

Skyldi þetta ganga hjá mér?

Alltaf gaman að lesa póstinn frá þér krúsin mín.

Sjáumst fljótlega.

Knús

elín páls (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:01

2 identicon

Já, veit það að þín bíðu ungar dömur, ansi óþreyjufullar!

Ekki það að ég var nú að hugsa um að senda þér línu um að halda áfram með bloggið - þér ferst það svo ljómandi vel úr hendi, sem og annað sem þú gerir :-)

kv. Sonja

sonja dröfn (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband