DADO och Grill.se och Radisson SAS Royal Park

Kæru vinir.

Hvað get ég sagt? Það hefur verið einstakt að upplifa þessa borg svona alein, ganga hér um fallegu göturnar, drekka í sig mannlífið og menninguna.

En að fá einhvern til að deila því með sér ... sýna honum fallegu, uppáhaldsstaðina mína og kynna hann fyrir þessari einstöku borg ... það er bara ólýsanlegt.

Hvorugt okkar mun  nokkurn tíma gleyma stundinni þegar við hittumst aftur eftir fimm vikur á Centralstation.

Við höfum átt yndislega helgi á hóteli sem er falin perla hér í Solna, hverfinu mínu. Þetta er hótel sem er byggt fyrir mjög margt löngu, minnir helst á fallegu kastalana og hallirnar sem ég hef verið að dáðst að hér. Það er staðsett innst í Haga Parken, fjarri skarkala borgarinnar og við vöknuðum bara við fuglasöng og kyrrð. Þar er líka Sturebadet, Spa í kjallara hótelsins sem við nýttum okkur. Algjör perla. Og eins og svo oft áður hér í Stokkhólmi: þjónustan alveg til fyrirmyndar.

Þannig að ef þið eigið leið til Stokkhólms og vantar ábendingar um rómantískt hótel sem er ekki oní bæ en samt auðvelt að komast oní bæ, þá er þetta málið.

Veitingastaðurinn sem ég fann á Södermalm heitir Dado og er indverskur. Hann var algjörlega frábær. Frábær matur, frábær þjónusta og verðið hóflegt. Greinilega mikið verið lagt í að innréttingarnar, tónlistin og andrúmsloftið myndi ríma við matinn. Mæli með honum.

Í gær fórum við á svona upplifelsisveitingastað sem meistarakokkurinn Hákon Már Örvarsson mælti með við Heiðar: Grill sem er á Drottninggatan. Það var alveg meiriháttar. Allt upppantað reyndar, en við fengum borð klukkan 16 í gær. Dáldið spes að fara fínt út að borða klukkan fjögur! En við vorum svo sannarlega ekki ein, því staðurinn (sem er mjög stór) gjörsamlega fylltist af fólki um leið og opnaði klukkan fjögur. Heiðar fékk sér meðal annars túnfisk sem hann grillaði sjálfur, bita fyrir bita, á ponkulitlu steinagrilli! Ég fékk mér tyrkneska kjúklingapítu, sem var bara ólýsanleg! Svona speciality fyrir þennan stað er meðal annars það að ALLUR maturinn er grillaður á einn eða annan hátt.

Svo urðum við uppfull af þjóðarstolti þegar á þessum agalega hipp og kúl stað, var farið að spila Emilíönu Torrini; Me and Armini! Og á þessum stað eins og á öllum stöðum, búðum, holum, sjoppum, skólum, buss-um og söfnum hér í Stokkhólmi var frábær þjónusta. Mæli líka með honum.

Við fórum í bíó í gær, The Boat that Rocked, bara fín, bresk afþreyingarmynd með skemmtilegri tónlist. Bíóið, "Saga", er frekar gamalt, og áður en myndin byrjaði kom fullorðinn maður (sýningarstjórinn) fram í salinn, bauð alla velkomna í bíóið, bað okkur að slökkva á farsímum, henda ruslinu í ruslaföturnar og lét vita hvað myndin væri löng og að það væri ekkert hlé (veiiii!)! Mjög svo heimilislegt og notalegt! 

Í dag er svo ferðinni heitið á Djurgården, hitta Hrein vin Heiðars og svo ætlum við að kíkja í heimsókn til hennar Lindu og mannsins hennar, Tobiasar. Svo skemmir sko ekki fyrir, að það er glampandi sól og yndislegt veður.

Elskurnar, ég er viss um að þið eruð sammála mér um að það er ljúft og yndislegt að vera og njóta og elska.

Ykkar,

Adda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 19.4.2009 kl. 10:33

2 identicon

ÆÐI - þarf að segja meira?

 kv. Sonja

sonja dröfn (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 21:06

3 identicon

Góða ferð heim Adda mín, hlakka til að heyra í þér og sjá:-)

Kveðja Bína

Bína (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband