IKEA

Kæru vinir.

Þessi fyrirsögn varð nú að koma einhvern tímann meðan ég var hérna í Svíþjóð, eller hur!!!

En, já. Ég fór semsé í IKEA í dag. Og þar sem Svíar eru afar ánægðir með þessa helstu útflutningsvöru sína; IKEA, svona jafnánægðir og þeir eru með Hennes og Mauritz og Volvo og dragkedja og kolla-tækið og klossana og máluðu hestana frá Dålarna og Ingmar Bergman og Stieg Larsson og ABBA og Carolu og Ordning og Reda og 10-Gruppen og Carl Larsson og og og ...

þá bjóða þeir uppá ókeypis IKEA-strætó frá miðbænum og uppí IKEA sem er staðsett í Kongens Kurva (tekur sirka hálftíma frá bænum). Eigum við eitthvað að ræða það hvernig það er að ferðast í ókeypis IKEA buss sem er allur blár með gulum, risastórum I-K-E-A stöfum á hliðinni? Allavega gat maður ekki mikið séð út um gluggana...

En, IKEA. Ég er eiginlega ekki enn búin að jafna mig. Ég er ekki mikið fyrir að fara í IKEA á Íslandi. En ástæðan fyrir því að ég fór í morgun var ekki að gamni mínu. Nei. Mig vantaði pappakassa til að þurfa ekki að borga ...leiðum yfirvigt og geta sent skólabækurnar mínar heim á undan mér með öðrum leiðum.

(Það að námsmenn erlendis séu settir undir sama hatt og fólk sem fer í verslunarhelgarferðir erlendis er dáldið spes, en ég læt það ekki hafa áhrif á mig. Nei, ég bara bjarga mér eins og ég er vön og finn aðrar leiðir eða brosi bara framan í heiminn.) 

En, þessi búð er eins og sex eða sjö nýja IKEA búðin á Íslandi. Mér leið eins og ef ég hefði farið í matarveislu og það hefði verið allt of mikið af mat í boði og allt frekar ógirnilegt = ég hefði sem sé misst matarlystina.

Þannig að ég missti verslunarlystina, sem var nú ekki mikil fyrir.

Sem betur fer var ég ekki að fara að versla neitt nema pappakassa sem kostaði 29.90 sænskar, og mikið var ég fegin.

Og svo tók ég ókeypis IKEA bussinn aftur tilbaka.

Þetta var mjög sérstök upplifun, ég verð að segja það. Og mig langar EKKI aftur. Takk fyrir pent.

Þannig að til að jafna mig eftir þessa upplifun fór ég að finna dásamlegan indverskan matsölustað á Södermalm seinnipartinn í dag. Maðurinn minn er nefnilega að koma hingað til mín í þessa einstöku borg á morgun og þá er nú aldeilis tími til að fara út að borða á góðan indverskan! Og ég fann góðan stað.

En verið góð við hvort annað, elsku vinir mínir og ættingjar. Ég hlakka mikið til að hitta Heiðar á morgun, knúsa hann og kyssa og kynna hann fyrir þessari yndislegu borg sem ég hef tekið miklu ástfóstri við!

Ykkar,

Adda

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Adda, rekst ég ekki á þig hér og mikið er hrikalega gaman að lesa þig. Áfram Adda! Gangi þér betur en best, faðmlag Rut

Rut Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:30

2 identicon

Já, það er aldeilis. Ég man nú samt eftir einni ungri stúlku sem flutti til borgarinnar og fór reglulega í ikea holtagörðum...

 En hafið það sem best þið heiðurshjón, 

kv. Sonja

p.s. mátt alveg senda mér uppl. um seinni nærfatasettin...

sonja dröfn (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband